Fréttir

14 Dec, 2023
Danska hugbúnaðarfyrirtækið TimeXtender hefur keypt íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Exmon Software. Exmon Software var stofnað af ráðgjafarfyrirtækinu Expectus árið 2014 sem dótturfélag en hefur verið rekið í aðskildu eignarhaldi undanfarin tvö ár. Hjá félaginu starfa 14 sérfræðingar í hugbúnaðarþróun og -sölu. Aðalsöluvara fyrirtækisins er hugbúnaðarlausnin Exmon sem er leiðandi lausn í gagnagæðum og gagnaumsjón. Viðskiptavinir nýta Exmon til að finna villur og frávik í tölvukerfum og daglegum ferlum, sem getur meðal annars komið í veg fyrir tekjutap eða brotalamir í ferlum sem annars gætu farið fram hjá stjórnendum. Viðskiptavinum Exmon fer hratt fjölgandi víðsvegar um Evrópu enda hefur fyrirtækið náð að byggja upp öflugt net samstarfsaðila sem selja og innleiða lausnina hjá fyrirtækjum í flestum atvinnugreinum. „Síðastliðin ár hafa farið í að koma Exmon á framfæri erlendis og við sjáum mikinn áhuga og árangur þar. Við höfum unnið náið með TimeXtender undanfarið og eru samlegðaráhrifin fyrir bæði vörurnar okkar og viðskiptavini miklar og því ákváðum við að fara í þessa vegferð saman. Við sjáum mikil tækifæri í því að kynna Exmon-vörurnar fyrir viðskiptavinahópi TimeXtender og stækka þar með markaðinn fyrir Exmon. Gert er ráð fyrir að Exmon verði áfram með starfsemi á Íslandi. Við hlökkum mikið til samstarfsins, menning fyrirtækjanna byggir á líkum grunni og innan þeirra er mikil þekking á stjórnun og notkun gagna sem er hratt vaxandi viðfangsefni í nútímarekstri. Við eigum eftir að gera góða hluti saman sem nýtast viðskiptavinum bæði hér heima og erlendis,“ segir Gunnar Steinn Magnússon, framkvæmdastjóri Exmon Software. „Sameining félaganna mun gera okkur mögulegt að styrkja Exmon-hugbúnaðinn enn frekar, auka samþættingu við núverandi lausnir TimeXtender og hraða vöruþróun. Við erum að sjá mikla framþróun í gagnalausnum á heimsvísu með tilkomu nýrra skýja- og gervigreindarlausna sem gera kröfu um meiri gæði og hraðari úrvinnslu á gögnum. Ég er sannfærður um að með sameiningu við TimeXtender náum við sameiginlega að búa til mjög öflugt og spennandi lausnaframboð fyrir okkar viðskiptavini,“ segir Kristinn Már Magnússon, tæknistjóri Exmon Software. „Með sameiningu við Exmon erum við að taka stórt skref í að auka virði okkar lausnaframboðs. Lausnin okkar innifelur nú bætt stjórnkerfi gagna sem einfaldar verulega alla umsýslu gagna fyrir okkar viðskiptavini. “ - Heine Krog Iversen, CEO hjá TimeXtender. TimeXtender er danskt hugbúnaðarfyrirtæki sem þróar sjálfvirknivæðingarlausnir sem einfalda og flýta ferlum í uppbyggingu á vöruhúsi gagna. Hugbúnaðinn nota yfir 3.000 viðskiptavinir víðsvegar um heim.
20 Oct, 2023
Hálfs dags ráðstefna Expectus á Hilton Reykjavik Nordica.  Fimmtudaginn 16. nóvember nk. býður hugbúnaðarfyrirtækið Expectus til mjög svo spennandi morgunverðarfundar á Hilton Nordica þar sem gestum verður veitt innsýn með raunverulegum dæmum um hvernig hægt er að nýta Tableu hugbúnaðinn til gagnadrifinnar ákvarðanatöku. Þar munu þeir Jón Árni Traustason frá VÍS og Guðmundur Helgason frá CCP Games, sem báðir eru sérfræðingar í nýtingu gagna, miðla af reynslu sinni varðandi innleiðingu lausnanna frá Tableau og kynna hvernig þeirra fyrirtæki hafa nýtt hugbúnaðinn undanfarin ár til að umbreyta gögnum í verðmæti.
04 Nov, 2022
Tenging markmiða og árangurs Í því samfélagi sem við búum í hefur talsvert verið rætt og ritað um hvað þarf til þess að ná auknum árangri. Almennt er það samþykkt sem staðreynd að líkur á árangri aukist þegar sett eru skýr markmið og þeim fylgt eftir á skilvirkan hátt. Oft er það þó þannig að þau markmið sem við viljum helst ná, hvort sem það er í einkalífi eða vinnu, gera kröfur um breytingar á hegðun eða ferlum til þess að hægt sé að ná þeim. Okkar stærsta hindrun er því sú staðreynd að við sem einstaklingar erum yfirleitt frekar léleg í að tileinka okkur breytta hegðun sem getur gert okkur erfitt fyrir að ná þeim markmiðum sem við viljum ná. Rannsóknir sem snúa að mannlegri hegðun hafa sýnt að líkurnar á árangri aukast þegar hægt er að brjóta þessi markmið niður í smærri einingar og að skýr tenging sé á milli þeirra og daglegra verkefna. „Það er aðeins ein leið til að borða fíl, einn bita í einu“ (Desmund Tutu). Áætlanargerð sem hluti af árangri Þessa dagana fer fram árleg áætlunargerð hjá íslenskum fyrirtækjum, vinna sem oftar en ekki er unnin um kvöld og helgar meðfram öðrum verkefnum. Vandinn við þessa annars ágætu jólahreingerningu er að hún gerir kröfu um mikla Excel handavinnu, tekur tíma frá daglegum verkefnum stjórnenda en fer samt oft ekki lengra en inn í samantekt niður á bókhaldslykla og PowerPoint-kynningu fyrir stjórn. Þar sem dagleg verkefni hafa safnast upp á meðan þessi vinna fer fram, þá er sjaldnast tími gefinn til þess að tengja saman forsendur við lokatölur áætlunar. Þetta þýðir að sviptingar á markaði, eins og verðbólga, gengisbreytingar eða kjaraviðræður, gera það að verkum að áætlunin getur fljótt orðið úreld, jafnvel gleymist hvaða forsendur lágu að baki henni og því of tímafrekt að endurgera áætlunina samkvæmt núverandi ferli. Til þess að auka líkurnar á því að áætlunin raungerist þarf að brjóta hana niður og tengja við dagleg verkefni starfsfólks. Það eru hins vegar fáir sem tengja dagleg verkefni við upphæðir á bókhaldslyklum. Sú áætlun sem verið er að framleiða í flestum íslenskum fyrirtækjum þessa stundina missir því of oft af því tækifæri að geta orðið vegvísir í átt að auknum árangri og verður í staðinn líkara óskhyggju í PowerPoint-kynningum stjórna fyrirtækja. Breytingar í rekstrarumhverfi Í grein sem ráðgjafafyrirtækið McKinsey birti nýverið voru taldir til nokkrir undirliggjandi þættir sem eru að breyta rekstrarumhverfi fyrirtækja og umbreyta stjórnun til frambúðar. Einn þeirra þátta er sú staðreynd að allt er orðið tengt í dag sem þýðir að ytri atburðir hafa áhrif á alla markaði. Við höfum fundið töluvert fyrir þessum sviptingum síðustu ár, t.d. með COVID-19, Úkraínustríðinu og núna nýjustu verðbólguskotunum. Þessi sífelldi ófyrirsjáanleiki er orðinn staðreynd sem fyrirtæki þurfa að læra að vinna með. Þetta gerir kröfur um innviði sem gera þeim kleift að bregðast hraðar við en þau hafa getað gert áður. Annar af þessum undirliggjandi þáttum er að það eru að eiga sér stað tæknibreytingar sem eru að endurskilgreina hvernig virði verður til í starfsemi fyrirtækja. Þetta þýðir að hlutverk starfsfólks er ekki að haga sér eins og vélar og bíða eftir skipunum að ofan, heldur að hugsa sjálfstætt og bregðast hratt við þegar aðstæður breytast. Þeirra hlutverk verður að nýta gögn og upplýsingar til að umbreyta ferlum og fyrirkomulagi og veita tímanlega ráðgjöf og þjónustu til sinna innri og ytri viðskiptavina. Þegar horft er til áætlunarferla fyrirtækja, þá gera þessar breytingar kröfur um að ferlið sé uppfært á þann hátt að auðveldara verði að endurskoða áætlunina þegar forsendur breytast, eða nýjar sviðsmyndir verða til, ásamt því að auðveldara þarf að vera að koma þessum markmiðum í framkvæmd og inn í dagleg verkefni starfsfólks. Eins og í öðrum viðskiptaferlum, hafa nútímafyrirtæki farið þá leið að uppfæra sín áætlunarferli með hugbúnaðarlausnum sem einfalda vinnu stjórnenda. Þessar uppfærslur gera þeim kleift að rýna, greina og taka ákvarðanir, í staðinn fyrir að eyða öllum sínum tíma í að safna saman og slá inn gögn í dauð Excel-skjöl. Þeirra tími nýtist því í það að hugsa, horfa fram á við og fylgja markmiðum eftir, í staðinn fyrir að bíða eftir fyrirmælum, skila inn áætlun og sjá hana svo ekki aftur fyrr en fjárhagslyklar liðinna mánaða eru bornir saman við úrelda áætlun. Nútímavæðing árangursferla Expectus hefur síðustu 13 ár einbeitt sér að því að aðstoða íslensk fyrirtæki við að ná auknum árangri með því að nýta gögn til ákvarðanatöku. Í dag eru um 200 viðskiptavinir sem nýta sér ráðgjöf og tækni frá Expectus til þess að bæta yfirsýn í rekstri, skilgreina skýr markmið og koma þeim í framkvæmd í gegnum daglegar skýrslur og greiningar til stjórnenda og starfsfólks. Expectus býr yfir áratuga reynslu í því að aðstoða fyrirtæki við að endurhanna áætlunar- og árangursferla ásamt því að bjóða upp á fjórar sérhæfðar hugbúnaðarlausnir sem stuðla að uppfærðum áætlunarferlum. Fyrir Smærri fyrirtæki: Advise Meðalstór fyrirtæki: Kepion og BizView Stór fyrirtæki: Workday Adaptive Forsenda árangurs er skýr markmiðasetning og stöðug eftirfylgni. Flest íslensk fyrirtæki hafa hafið þá vegferð að uppfæra viðskiptaferla sína til þess að geta brugðist við áskorunum samtímans. Það sem mörg þeirra eiga eftir, er að huga að uppfærslu á árangursferlinu sem í daglegu tali er kallað áætlunargerð.
TimeXtender
07 Oct, 2022
TimeXtender mun halda ráðstefnu þann 18. október kl. 08:30-14:00 á Grand Hótel Reykjavík þar sem með kynningu á því hver framtíðin er í nýtingu gagna og hvernig er stuðlað að gagnadrifinni menningu innan fyrirtækja. Einnig verða kynningar frá fyrirtækjum sem hafa verið að nýta TimeXtender í sinni gagnavegferð eins og JYSK (Rúmfatalagerinn), Blue Lagoon og Vörður.
04 Oct, 2022
Breytingar í stjórnendateymi Expectus og ExMon Software sem stuðlar að aukinni áherslu á alþjóðlegum markaði og skýrari fókus á Íslandi. ExMon Software, systurfyrirtæki ráðgjafafyrirtækisins Expectus, hefur verið í miklum vexti undanfarið og hefur aukin áhersla verið lögð á sókn á alþjóðlega markaði. Til að styðja þá sókn hefur Gunnar Steinn Magnússon, sem áður var framkvæmdastjóri bæði Expectus og ExMon Software, fært sig að fullu til ExMon Software.
28 Sep, 2022
Expectus og Advise hafa undirritað samstarfssamning sem felur í sér að Expectus getur nú boðið viðskiptavinum sínum upp á Advise-lausnina. Advise Business Monitor er hugbúnaðarlausn á sviði rekstrargreininga í rauntíma sem þróuð er á Íslandi. Lausnin er sérsniðin fyrir stjórnendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja með höfuðáherslu á einfalt notendaviðmót og forsniðnar greiningar. Advise hefur vaxið hratt frá því lausnin var sett á markað hér á landi fyrir um ári síðan og nota nú fleiri en 80 íslensk fyrirtæki lausnina til að öðlast betri yfirsýn og innsýn í reksturinn. Expectus er ráðgjafarfyrirtæki sem styður við íslensk fyrirtæki og stofnanir sem vilja ná auknum árangri í rekstri með gagnadrifnum ákvörðunum. Það aðstoðar fyrirtæki við að móta skýra stefnu og koma henni í framkvæmd með því að finna bestu lausnir hvaðanæva að, aðlaga að aðstæðum og gera enn betri. Fyrirtækið er leiðandi hér á landi í ráðgjöf varðandi gagnagreiningar og uppsetningu stjórnendamælaborða og eru viðskiptavinir á því sviði yfir 200 hér á landi. Sindri Sigurjónsson framkvæmdastjóri Expectus: „Við höfum verið að leita að einfaldri og skilvirkri lausn sem styður við ákvarðanir hjá minni fyrirtækjum. Hugbúnaðarlausnin frá Advise er frábær viðbót við okkar vöruframboð og gerir okkur betri í að þjóna þessum hópi viðskiptavina og styðja í átt að auknum árangri.“ Mikael Arnarson framkvæmdastjóri Advise: „Við erum virkilega ánægð með að ganga til samstarfs við Expectus en innan fyrirtækisins er mikil þekking og reynsla í ráðgjöf til fyrirtækja við uppsetningu greininga og stjórnendamælaborða. Fyrirtækin deila sömu sýn um mikilvægi upplýstrar og gagnadrifinnar ákvörðunartöku stjórnenda og er umhugað um að viðskiptavinir nái árangri í sínum rekstri.“ 
25 Aug, 2022
Expectus var tilnefnt af TimeXtender sem eitt af samstarfsfyrirtækjum ársins 2021. Þrír samstarfsaðilar hlutu þennan heiður en fyrirtækið er með mörg hundruð samstarfsaðila um allan heim.
Magdalena, Þröstur og Þórdís nýjir sérfræðingar hjá exMon
22 Aug, 2022
Hugbúnaðarfyrirtækið exMon hefur ráðið til sín þrjá nýja sérfræðinga, Magdalenu Wojdysiak, Þröst Almar Þrastarsson og Þórdísi Hildi Þórarinsdóttur.
By Sahara Web 14 Jun, 2022
Expectus var útnefnt samstarfsaðili ársins fyrir JET hugbúnaðinn frá Insight Software á Norðulöndunum. Expectus hefur selt og innleitt hugbúnaðarlausnir Insight Software fyrir viðskiptagreind.
Tableau morgunverðarfundur
By Sahara Web 31 May, 2022
Tæplega hundrað gestir sóttu morgunverðarfund um Tableau hugbúnaðinn í boði Expectus þann 27.apríl 2022 á Hilton Nordica
Sýna meira
Share by: