Reynsla af fjölbreyttum ráðgjafa verkefnum og af samstarfi við fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld

Þjónustuframboð

Sérfræðiráðgjöf tengd stefnumótun, innleiðingu og rekstrarráðgjöf


Í samvinnu við stjórnendur fyrirtækja greinum við núverandi rekstrarumhverfi, mörkum stefnu fyrirtækisins og skilgreinum mælanleg markmið. Við aðstoðum við innleiðingu stefnu með viðurkenndri aðferðarfræði og bestu hugbúnaðarlausnum sem völ er á.


  • Við bjóðum upp á markvisst stefnumótunarferli sem skilar sér í skilgreindri stefnu, hlutverki, gildi og framtíðarsýn ásamt því að draga fram með skýrum hætti áherslur og markmið til næstu 5-10 ára.
  • Við hjálpum stjórnendum að þróa leiðtogahæfni sína með því að þjálfa þá í að hugsa stórt og aðlagast fljótt, þróa og framkvæma stefnu fyrir sín teymi, efla sitt fólk og bæta frammistöðu með aðferðarfræði byggt á 4 lykilhlutverkum leiðtoga (4ER) frá FranklinCovey.
  • Við styðjum við innleiðingu stefnu með skilvirkri markmiðasetningu byggt á aðferðarfræði sem stuðlar að auknum árangri fyrirtækja eins og Objectives & Key Results (OKR) og Four disciplines of execution (4DX) frá FranklinCovey.
  • Við gerum rekstrar- og viðskiptaáætlanir og aðstoðum við að endurhanna og innleiða áætlunarferla hjá viðskiptavinum byggt á Excel eða sérhæfðum lausnum eins og Kepion, BizView og Adaptive Planning.

Ráðgjafar Expectus

Fjölbreytt teymi sérfræðinga sem koma að stefnuvinnu og annarri ráðgjöf á ólíkum stöðum í ferlum eftir óskum viðskiptavina hverju sinni.


Vinnum með heildarferlið eða þá þjónustuþætti sem viðskiptavinir óska.


Sinnum verkefnastjórn í stórum verkefnum en tökum einnig þátt í ýmiskonar samstarfi við sérfræðinga viðskiptavina eða aðra ráðgjafa eftir óskum.

Verkefnakeðjan

Share by: