Nýir sérfræðingar hjá exMon

Hugbúnaðarfyrirtækið exMon hefur ráðið til sín þrjá nýja sérfræðinga, þau Magdalenu Wojtysiak, Þröst Almar Þrastarson og Þórdísi Hildi Þórarinsdóttur.


Magdalena Wojtysiak er frá Póllandi og starfaði áður sem sérfræðingur í verðmati á fyrirtækjum og fjárfestingum fyrir Union Investment-sjóðinn í Varsjá. Þar sá hún meðal annars um daglega útreikninga á verðmæti hreinnar eignar og yfirlit með fjárstreymi tengdu viðskiptum sjóðsins. Þar áður vann hún hjá Millennium fjárfestingarbankanum þar sem hún sá um samningagerð og millifærslur í alþjóðlegum viðskiptum.

 

Magdalena hefur líka unnið að hugbúnaðarþróun í banka- og fjármálastarfsemi og er með ISTQB-vottun í hugbúnaðarprófun. Þá hefur hún unnið hjá exMon í Póllandi við prófanir á gagnaflokkunarforritum. Magdalena er með meistaragráðu í stærðfræði frá Háskólanum í Lodz.

 

Þröstur Almar Þrastarson útskrifaðist með B.Sc.-gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands nú í sumar. Hann starfaði sem framendaforritari í nýsköpunarverkefni í gegnum Nýsköpunarsjóð námsmanna sumarið 2021. Þar sá hann um hugbúnaðarþróun og framendaforritun fyrir minimum viable products. Hann starfaði hjá icelandiconline.com sumarið 2020 þar sem hann sinnti hugbúnaðarþróun í bakenda vefsíðunnar. Meðan á námi stóð tók Þröstur virkan þátt í Nörd, nemendafélagi tölvunar- og hugbúnaðarverkfræðinema við HÍ, og var þar skemmtanastjóri námsárið 2020–21. Þá tók hann þátt í Níunni, netöryggiskeppni íslenskra ungmenna, árið 2020.

 

Þórdís Hildur Þórarinsdóttir útskrifaðist með B.Sc.-gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands 2017. Hún er með sérhæfingu í forritunarmálunum Java, Spring Boot, Git, JUnit, Docker og SOA. Hún hefur starfað í hugbúnaðarþróun hjá Infor í Svíþjóð frá 2019 við að þróa vettvang (e. platform) fyrir lýsigögn og örþjónustur. 

 

„Magdalena Wojtysiak er með mikla reynslu af störfum á fjármálamarkaði; bakgrunn í hugbúnaðarþróun og þekkingu og tengsl sem eiga eftir nýtast viðskiptavinum okkar afar vel,“ segir Gunnar Steinn Magnússon framkvæmdastjóri exMon. „Þórdís Hildur er gríðarlega reynslumikill og fjölhæfur forritari sem mikill akkur er í að fá til starfa. Þröstur Almar hefur þrátt fyrir ungan aldur sýnt fram á mikla færni sem á eftir að nýtast á mörgum sviðum,“ bætir hann við. „Þetta er frábær viðbót við exMon-teymið og eykur enn á þá miklu breidd sem er hér að finna, og við búumst við miklu af þeim á næstu árum.“

 

exMon er hugbúnaðarfyrirtæki sem framleiðir og þróar hugbúnaðinn exMon sem finnur villur eða frávik í tölvukerfum viðskiptavina til að koma í veg fyrir tekjuleka eða brotalamir í ferlum. exMon er dótturfyrirtæki Expectus á Íslandi, það var stofnað árið 2009 og starfa þar rúmlega 30 manns.

Hafðu samband

Fylltu út formið hér að neðan og við munum hafa samband eins fljótt og hægt er.

Contact Us

December 12, 2024
Stefán Rafn Stefánsson, framkvæmdastjóri Cubus, Reynir Ingi Árnason, framkvæmdastjóri Expectus, Ragnar Þórir Guðgeirsson, stjórnarformaður Expectus og Andri Páll Heiðberg, stjórnarformaður og ráðgjafi hjá Cubus.
September 11, 2024
Ráðgjafarfyrirtækið Expectus hefur ráðið til sín tvo nýja sérfræðinga sem munu starfa að viðskiptagreindarráðgjöf. Jason Andri Gíslason er stærðfræðingur með meistaragráðu í viðskiptagreiningu frá Imperial College í London. Jason hefur reynslu af rannsóknarstörfum fyrir Háskóla Íslands auk þess að hafa starfað við viðskiptagreiningu hjá Landsvirkjun. „Ég er virkilega ánægður með að ganga til liðs við Expectus,“ segir Jason. „Expectus hefur byggt upp trausta stöðu á markaðnum með framúrskarandi þjónustu og lausnum á sviði viðskiptagreindar. Það verður spennandi að taka þátt í næstu skrefum vaxtar og framþróunar ásamt hæfileikaríku samstarfsfólki og ég hlakka til að mæta krefjandi verkefnum sem munu stuðla að enn frekari velgengni fyrirtækisins.“ Gréta Toredóttir er rekstrarverkfræðingur með meistaragráðu frá King's College í London. Starfsreynsla Grétu felst í ferlagreiningu og spálíkanagerð sem hún sinnti hjá Coripharma og KPMG en hún á einnig að baki áralangan feril sem fimleikaþjálfari. Gréta er gríðarlega spennt fyrir starfinu hjá Expectus. „Þetta fer mjög vel af stað og ég hlakka mikið til þess að takast á við krefjandi verkefni og skila viðskiptavinum okkar því gríðarlega virði sem felst í að fá skýra sýn á reksturinn sinn.“ „Það er orðin krafa í nútímafyrirtækjarekstri að stjórnendur og starfsmenn geti tekið gagnadrifnar ákvarðanir byggðar á traustum rauntímaupplýsingum. Gríðarleg þróun hefur verið í gagnalausnum undanfarin ár sem gerir fyrirtækjum kleift að ná árangri hraðar en áður. Við hjá Expectus höfum aðstoðað fyrirtæki við val og innleiðingu þessara lausna og eru þau Jason og Gréta frábær viðbót í öflugan ráðgjafahóp Expectus,” segir Reynir Ingi Árnason, framkvæmdastjóri Expectus. Expectus er ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í upplýsingatækni, rekstrarráðgjöf, stefnumótun og viðskiptagreind. Fyrirtækið var stofnað árið 2009. Nánari upplýsingar veitir Reynir Ingi Árnason, framkvæmdastjóri Expectus, í síma 867 4999 .

Við notum vafrakökur til að safna og greina upplýsingar um notkun og virkni vefsíðunnar, sjá nánari í persónuverndarstefnu.

×
Share by: