Advise og Expectus undirrita samstarfssamning

Expectus og Advise hafa undirritað samstarfssamning sem felur í sér að Expectus getur nú boðið viðskiptavinum sínum upp á Advise-lausnina.

Advise Business Monitor er hugbúnaðarlausn á sviði rekstrargreininga í rauntíma sem þróuð er á Íslandi. Lausnin er sérsniðin fyrir stjórnendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja með höfuðáherslu á einfalt notendaviðmót og forsniðnar greiningar. Advise hefur vaxið hratt frá því lausnin var sett á markað hér á landi fyrir um ári síðan og nota nú fleiri en 80 íslensk fyrirtæki lausnina til að öðlast betri yfirsýn og innsýn í reksturinn.


Expectus er ráðgjafarfyrirtæki sem styður við íslensk fyrirtæki og stofnanir sem vilja ná auknum árangri í rekstri með gagnadrifnum ákvörðunum. Það aðstoðar fyrirtæki við að móta skýra stefnu og koma henni í framkvæmd með því að finna bestu lausnir hvaðanæva að, aðlaga að aðstæðum og gera enn betri. Fyrirtækið er leiðandi hér á landi í ráðgjöf varðandi gagnagreiningar og uppsetningu stjórnendamælaborða og eru viðskiptavinir á því sviði yfir 200 hér á landi.

 

Sindri Sigurjónsson framkvæmdastjóri Expectus: „Við höfum verið að leita að einfaldri og skilvirkri lausn sem styður við ákvarðanir hjá minni fyrirtækjum. Hugbúnaðarlausnin frá Advise er frábær viðbót við okkar vöruframboð og gerir okkur betri í að þjóna þessum hópi viðskiptavina og styðja í átt að auknum árangri.“

Mikael Arnarson framkvæmdastjóri Advise: „Við erum virkilega ánægð með að ganga til samstarfs við Expectus en innan fyrirtækisins er mikil þekking og reynsla í ráðgjöf til fyrirtækja við uppsetningu greininga og stjórnendamælaborða. Fyrirtækin deila sömu sýn um mikilvægi upplýstrar og gagnadrifinnar ákvörðunartöku stjórnenda og er umhugað um að viðskiptavinir nái árangri í sínum rekstri.“



Hafðu samband

Fylltu út formið hér að neðan og við munum hafa samband eins fljótt og hægt er.

Contact Us

23 Apr, 2024
Nýjasta mælaborð Expectus sýnir niðurstöður úr könnunum sem gerðar hafa verið vegna komandi forsetakosninga. Mælaborðið er unnið úr gögnum frá Hagstofu Íslands, Vísir.is og Mbl.is og eru gögnin sett upp í ExmonDM og unnið í mælaborðatólinu Tableau. Notendur sjá niðurstöður kannana mismunandi miðla og geta einnig skoðað söguleg gögn um forsetakosningar á Íslandi.
18 Apr, 2024
Á aðalfundi ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækisins Expectus sem haldinn var í byrjun mars voru þau Edda Valdimarsdóttir Blumenstein og Helgi Logason tekin inn í eigendahóp Expectus. Bætast þau við þann öfluga hóp eigenda sem fyrir var en nokkur kynslóðaskipti hafa orðið í hópnum á undanförnum árum. Þannig hafa eldri ráðgjafar vikið og yngra fólk er komið inn í staðinn. „Ég er virkilega stolt og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt að vera komin í eigendahóp Expectus og er full tilhlökkunar að halda áfram að vinna að vexti fyrirtækisins í nýju hlutverki,“ segir Edda. Helgi tekur í sama streng: „Ég er fullur tilhlökkunar fyrir nýju hlutverki hjá Expectus. Það eru gríðarlega spennandi tímar fram undan í hvernig fyrirtæki geta nýtt sér gögn og nýjustu tækni og Expectus er í lykilstöðu til að leiða þá þróun.“ Expectus aðstoðar mörg af stærstu fyrirtækjum landsins við að nýta upplýsingatæknina til að taka gagnadrifnar ákvarðanir byggðar á rauntímaupplýsingum og ná þannig mælanlegum og varanlegum árangri í rekstrinum. Reynir Ingi Árnason er framkvæmdastjóri Expectus: „Við erum gríðarlega ánægð með að fá þau tvö til liðs við eigendahópinn og hlökkum til að takast á við komandi verkefni með mjög svo öflugt teymi. Það er líka sérlega ánægjulegt að fá unga konu eins og Eddu inn í þennan hóp en kona hefur ekki verið meðal eigenda Expectus síðan 2018,“ segir Reynir. Expectus var stofnað árið 2009 og hjá fyrirtækinu starfa nú yfir 30 sérfræðingar á sviði stjórnunar, reksturs, tækni og hugbúnaðargerðar .
Share by: