Handboltatölfræði Olís-deilda

Við hjá Expectus elskum gögn og við elskum handbolta!


Expectus sérhæfir sig meðal annars í því að taka flókin gögn og setja þau fram á skýran og myndrænan hátt. Giovanna, Hörður Kristinn, Jón Brynjar og Steinn eru sérfræðingar hjá Expectus sem öll eru tengd handbolta á ýmsa vegu, á dögunum tóku þau sig saman og smíðuðu gagnvirkt mælaborð úr handboltatölfræði. Á þessu mælaborði má finna helstu tölfræðiþætti í myndrænni framsetningu. Gögnin eru frá HBStatz og mælaborðið sýnir tölfræði Olís-deildanna, bæði karla og kvenna. Einnig geta notendur síað hverja síðu eftir því sem þeir hafa áhuga á að sjá.


„Sem þjálfari í handbolta þá veit ég vel það virði sem að tölfræðiupplýsingar geta gefið mér. Það er því ótrúlegt að geta tekið þær tölfræðiupplýsingar sem í boði eru í Olís-deild karla og kvenna og séð þær á myndrænan og auðskiljanlegan hátt. Það sem er sérstaklega gott við þetta mælaborð er að ég get síað gögnin að vild og gert því mína eigin greiningarvinnu og fengið betri innsýn í hluti sem ég hef áhuga á að sjá.“

– Jón Brynjar Björnsson (Þjálfari HK)

Undirliggjandi eru gögn sem safnað er saman af HBStatz. Gögnin eru sótt með keyrslustýringartólinu exMon PM og keyrð inn í gagnastýringartólið exMon DM. Inni í exMon DM eru gögnin flokkuð og útlitsmótuð, bæði handvirkt sem og með sjálfvirkum ferlum. Þegar útlitsmótun og flokkun gagnanna er lokið er þeim ýtt til Tableau Public til birtingar.

Mælaborðið er gert í viðskiptargreindartólinu Tableau sem við hjá Expectus erum umboðsaðilar fyrir á Íslandi. Í Tableau er hægt að taka inn hrá gögn og skapa myndrænar upplýsingar og greina betur gögnin sem liggja að baki. Bæði nýtist Tableau vel fyrir einkaaðila sem og fyrirtæki.


Ef þú hefur áhuga á að vita meira um Tableau, exMon eða aðra þjónustu hjá okkur ekki hika við að hafa samband við okkur á expectus@expectus.is

Hafðu samband

Fylltu út formið hér að neðan og við munum hafa samband eins fljótt og hægt er.

Contact Us

14 Dec, 2023
Danska hugbúnaðarfyrirtækið TimeXtender hefur keypt íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Exmon Software. Exmon Software var stofnað af ráðgjafarfyrirtækinu Expectus árið 2014 sem dótturfélag en hefur verið rekið í aðskildu eignarhaldi undanfarin tvö ár. Hjá félaginu starfa 14 sérfræðingar í hugbúnaðarþróun og -sölu. Aðalsöluvara fyrirtækisins er hugbúnaðarlausnin Exmon sem er leiðandi lausn í gagnagæðum og gagnaumsjón. Viðskiptavinir nýta Exmon til að finna villur og frávik í tölvukerfum og daglegum ferlum, sem getur meðal annars komið í veg fyrir tekjutap eða brotalamir í ferlum sem annars gætu farið fram hjá stjórnendum. Viðskiptavinum Exmon fer hratt fjölgandi víðsvegar um Evrópu enda hefur fyrirtækið náð að byggja upp öflugt net samstarfsaðila sem selja og innleiða lausnina hjá fyrirtækjum í flestum atvinnugreinum. „Síðastliðin ár hafa farið í að koma Exmon á framfæri erlendis og við sjáum mikinn áhuga og árangur þar. Við höfum unnið náið með TimeXtender undanfarið og eru samlegðaráhrifin fyrir bæði vörurnar okkar og viðskiptavini miklar og því ákváðum við að fara í þessa vegferð saman. Við sjáum mikil tækifæri í því að kynna Exmon-vörurnar fyrir viðskiptavinahópi TimeXtender og stækka þar með markaðinn fyrir Exmon. Gert er ráð fyrir að Exmon verði áfram með starfsemi á Íslandi. Við hlökkum mikið til samstarfsins, menning fyrirtækjanna byggir á líkum grunni og innan þeirra er mikil þekking á stjórnun og notkun gagna sem er hratt vaxandi viðfangsefni í nútímarekstri. Við eigum eftir að gera góða hluti saman sem nýtast viðskiptavinum bæði hér heima og erlendis,“ segir Gunnar Steinn Magnússon, framkvæmdastjóri Exmon Software. „Sameining félaganna mun gera okkur mögulegt að styrkja Exmon-hugbúnaðinn enn frekar, auka samþættingu við núverandi lausnir TimeXtender og hraða vöruþróun. Við erum að sjá mikla framþróun í gagnalausnum á heimsvísu með tilkomu nýrra skýja- og gervigreindarlausna sem gera kröfu um meiri gæði og hraðari úrvinnslu á gögnum. Ég er sannfærður um að með sameiningu við TimeXtender náum við sameiginlega að búa til mjög öflugt og spennandi lausnaframboð fyrir okkar viðskiptavini,“ segir Kristinn Már Magnússon, tæknistjóri Exmon Software. „Með sameiningu við Exmon erum við að taka stórt skref í að auka virði okkar lausnaframboðs. Lausnin okkar innifelur nú bætt stjórnkerfi gagna sem einfaldar verulega alla umsýslu gagna fyrir okkar viðskiptavini. “ - Heine Krog Iversen, CEO hjá TimeXtender. TimeXtender er danskt hugbúnaðarfyrirtæki sem þróar sjálfvirknivæðingarlausnir sem einfalda og flýta ferlum í uppbyggingu á vöruhúsi gagna. Hugbúnaðinn nota yfir 3.000 viðskiptavinir víðsvegar um heim.
23 Nov, 2023
Nýverið kynntu Samtök ferðaþjónustunnar vefsíðuna ferdagogn .is þar sem finna má mælaborð og gagnakeldur sem tengjast ferðaþjónustu. Mælaborð á síðunni voru unnin af sérfræðingum Expectus og er mælaborð SAF gott dæmi um hvernig setja má fram gögn á skýran og lýsandi hátt þannig að upplýsingarnar nýtist þeim sem á þurfa að halda. Dregin eru saman gögn frá ýmsum stöðum sem saman gefa góða mynd af stöðu ferðaþjónustu í nærumhverfinu.  Fjallað var sérstaklega um mælaborð SAF og hvernig það nýtist í sérblaði Viðskiptablaðsins sem kom út um miðjan nóvember. Grein viðskiptablaðsins í heild má lesa hér .
Share by: