Er tekjuleki staðreynd í þínu fyrirtæki?

Markmiðið er að vekja athygli á þessu algenga og vanmetna vandamáli, hvaða áhrif það getur haft á rekstur fyrirtækja og greina frá hvernig megi ná varanlegum árangri til að fyrirbyggja tekjuleka.

Við munum leiða þig í gegnum fyrstu skrefin í að berjast gegn tekjuleka.

Flest fyrirtæki finna fyrir þrýstingi aukinnar samkeppni og hraðari ferla ásamt því að eyða miklum fjármunum og orku í að auka viðskipti sín. Hversu glatað væri það ef aukin viðskipti væru ekki reikningsfærð rétt og myndu ekki skila hagnaði?

Hvað er tekjuleki?

Í grunninn felur tekjuleki í sér innra óhagræði í formi vanreiknaðra tekna. Það getur verið t.d. þegar veittur er óeðlilega hár afsláttur af reikningi eða ekki innheimt fyrir þjónustu sem þó er búið að veita. Samkvæmt rannsóknum EY tapa fyrirtæki að meðaltali 2% til 10% af tekjum á hverju ári.

Algengar ástæður fyrir tekjuleka eru:

  • Ónákvæm verðlagning – EX eldra verð (Rukka til dæmis eldra verð)
  • Óhóflegur afsláttur – starfsmenn misnota afslátt 
  • Þjónustu-, flutnings- eða tínslugjöld vantar inn í verðið
  • Skil ekki skráð rétt

Þegar fyrirtæki verða hraðari og flóknari er hættan á að þessi tilvik sjáist allt of seint, eða það sem verra er að þau sjáist aldrei.

Hvernig á að byrja að berjast gegn tekjuleka af völdum slæmra gagna í fimm einföldum skrefum.

Með samstilltu átaki hefur fyrirtækjum af öllum stærðum tekist að stöðva tekjuleka. Hér eru fyrstu skrefin sem við mælum með:

Veldu teymi

Til að ná markmiðum þarf teymið að innihalda fáa lykilaðila. Það er einstaklingur sem skilur ferla fyrirtækisins, gagnaaðila sem getur kafað ofan í gögnin og fundið villurnar og að lokum einhver sem ber ábyrgð á gögnunum.

Nú er rétta teymið valið og þú ert tilbúin(n) í næsta skref.

Veldu og kortleggðu ferlið

Næsta skref er að velja ferli til að byrja skoða og kortleggja hvernig það virkar með rétta teyminu. Til dæmis gæti fyrirtækið þitt vitað um leka í reikningsferlum sem væri því tilvalið að byrja á að skoða.

Finndu tekjulekana

Farðu ofan í gögnin til að finna hvar lekarnir eiga sér stað og hversu tíðir þeir eru. Til dæmis gæti verið að starfsmenn séu oft að gefa háan afslátt eða að magn sé ekki rétt á reikningum. Iðulega eru allmargir lekar sem finnast í þessu skrefi, forgangsraðað eftir tíðni, magni og áhættu.

Tryggðu ferlið með sjálfvirkum stjórnum

Til að koma í veg fyrir lekann þarftu að innleiða sjálfvirk rauntímaeftirlit sem láta vita þegar lekinn verður sem getur verið í formi frávika eða villna. exMon er frábært tól til að hjálpa fyrirtækjum af öllum stærðum að búa til sjálfvirk eftirlit.

Fylgstu með og endurtaktu

Með sjálfvirkum eftirlitum í exMon er auðvelt að draga úr tekjuleka með því að senda boð til viðeigandi aðila sem sér um að laga frávikin eða eyða út villum.

Bókaðu kynningu til að læra meira um hvernig exMon getur hjálpað þér að berjast gegn tekjuleka hjá fyrirtækinu þínu.

Hafðu samband

Fylltu út formið hér að neðan og við munum hafa samband eins fljótt og hægt er.

Contact Us

By Sigrún Anna January 21, 2026
Expectus Finance hefur ráðið til sín tvo nýja ráðgjafa, Guðrúnu Valgerði Bjarnadóttur og Sigríði Dögg Sigmarsdóttir, sem ganga til liðs við vaxandi teymi fyrirtækisins. Með ráðningunum styrkir Expectus Finance enn frekar þjónustu sína við fyrirtæki sem leita að sveigjanlegum og faglegum lausnum á sviði fjármálaferla, bókhalds- og launaþjónustu og ráðgjafar á fjármálasviði. Guðrún Valgerður er ráðin sem ráðgjafi og verkefnastjóri í ráðgjafaþjónustu Expectus Finance. Hún býr yfir víðtækri reynslu af reikningshaldi, uppgjörum og innleiðingu fjárhagskerfa. Hún hefur starfað náið með stjórnendum að því að bæta fjármálaferla, auka yfirsýn og styðja við breytingar í rekstri. Guðrún starfaði áður sem verkefnastjóri hjá Deloitte og er með BSc í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík auk þess sem hún er að ljúka meistaranámi í verkefnastjórnun við Háskóla Íslands. Sigríður Dögg er ráðin sem verkefnastjóri í bókhalds- og launaþjónustu og hefur starfað við bókhald, greiningar, mánaðaruppgjör og daglegan rekstur fyrirtækja. Hún er viðurkenndur bókari og hefur komið að flestum þáttum bókhalds fyrir fyrirtæki af ólíkum stærðum og í fjölbreyttum atvinnugreinum. Sigríður starfaði áður hjá Deloitte og Eignaumsjón og býr einnig yfir mikilli reynslu af hótelrekstri frá störfum sínum sem aðalbókari hjá Hótel Sögu. „Við sjáum sífellt fleiri fyrirtæki leita eftir samstarfsaðila sem getur tekið ábyrgð á fjármálum í breiðari skilningi – ekki eingöngu sinnt bókhaldi, heldur einnig stutt stjórnendur með skýrri yfirsýn og betri ákvörðunum. Með Guðrúnu og Sirrý eflum við þessa getu enn frekar,“ segir Heiðdís Rún Guðmundsdóttir, ein stofnenda og eigenda Expectus Finance. Expectus Finance var stofnað á síðasta ári og er að vaxa hratt. Fyrirtækið leggur áherslu á skilvirka og klæðskerasniðna fjármálaþjónustu og ráðgjöf fyrir fyrirtæki þar sem regluleg uppgjör, yfirsýn og fagleg fjármálastjórn skipta sköpum. Ráðningarnar endurspegla aukna eftirspurn eftir fjármálaþjónustu sem fer lengra en hefðbundið bókhald og styður fyrirtæki sem standa frammi fyrir vexti, breytingum og auknum kröfum til fjármálastjórnunar. Markmið Expectus Finance er að gera fjármálagögn gagnleg í daglegum rekstri; ekki bara rétt bókuð. Með skilvirkum verkferlum tryggir Expectus Finance að fjármálagögn séu rétt og uppfærð, en í samstarfi við Expectus ehf. er hægt að nýta og tengja þessi gögn síðan í vöruhús gagna, áætlanakerfi og mælaborð. Þetta veitir stjórnendum skýrari yfirsýn og traustan grunn fyrir upplýsta ákvarðanatöku.  Í dag starfa í kringum 25 sérfræðingar hjá Expectus og fyrirtækið hefur verið valið bæði Fyrirtæki ársins og Fyrirmyndarfyrirtæki VR síðustu ár.
By Sigrún Anna November 5, 2025
Á dögunum stofnuðum við fyrirtækið Expectus finance ásamt Heiðdísi Rún Guðmundsdóttur, Steinu M. Lazar Finnsdóttur og Sunnu Dóru Einarsdóttur sem allar störfuðu áður hjá Deloitte. Allar eru þær hluthafar í Expectus Finance. Sameiginleg reynsla þeirra spannar allt frá stjórnun fjármáladeilda og stefnumótunar til sjálfvirknivæðingar og innleiðingar á fjárhagskerfum. F yrirtækið var stofnað með það að markmiði að efla stuðning við fjármálasvið íslenskra fyrirtækja með ráðgjöf, þjálfun og þjónustu sem auðveldar fyrirtækjum að draga úr flækjustigi í daglegum rekstri. „Við sjáum að hefðbundin fjármálasvið verja of miklum tíma í bókhaldsverkefni – á kostnað þess að nýta tímann í að styðja stjórnendur með gögnum og innsæi sem auka arðsemi og vöxt. Það er leiðarljós okkar að brjóta upp þetta mynstur með nálgun þar sem ferlar, fólk og tækni vinna saman til að skapa raunverulegt virði fyrir fyrirtæki og stofnanir,“ segir Sunna Dóra Einarsdóttir , einn af stofnendum Expectus Finance. Expectus Finance býður upp á bestun fjármála- og rekstrarferla, vinnustofur, námskeið, tímabundnar mannaflalausnir fyrir allar stöður fjármáladeilda auk útvistunar á bókhaldi, launum og skýrslugerð. Félagið segir útvistunarþjónustuna byggja á markvissri notkun á tækni til að tryggja rauntímagögn og gera regluleg uppgjör einföld og skilvirk. Minni fyrirtæki geti einnig nýtt sér útvistaðan fjármálastjóra til að fá faglega yfirsýn án þess að ráða í fullt stöðugildi. „Það hefur orðið gríðarleg framþróun í fjárhags- og rekstrarkerfum á undanförnum árum, en þjálfun og notkun þeirra hefur ekki alltaf fylgt tækninni í sama takti,“ segir Sunna Dóra. „Þarna sjáum við stór tækifæri til að auka virði fjármálasviða með því að nýta kerfin til fulls. Saman búum við yfir djúpri þekkingu og reynslu af helstu fjárhagskerfum sem notuð eru á íslenskum markaði – þar á meðal Microsoft Business Central (BC), Microsoft Dynamics F&O, Oracle (Orri), Nav, Ax, DK, SAP, Reglu og Payday – og við sjáum að mörg fyrirtæki í einkageiranum og hjá hinu opinbera eiga enn mikið inni þegar kemur að því að hámarka notkun og þekkingu á þessum lausnum.“ Í dag starfa í kringum 25 sérfræðingar hjá Expectus og fyrirtækið hefur verið valið bæði Fyrirtæki ársins og Fyrirmyndarfyrirtæki VR síðustu ár. „Þetta er mjög ánægjulegt skref fyrir Expectus samstæðuna sem hefur frá árinu 2009 sérhæft sig í viðskiptagreind, rekstrarráðgjöf og stefnumótun. Við útvíkkum þjónustuna á sviði fjármála með stofnun Expectus Finance með djúpri sérþekkingu þeirra Sunnu, Heiðdísar og Steinu sem við væntum að skili enn meiri árangri fyrir okkar viðskiptavini,“ segir Reynir Ingi Árnason , framkvæmdastjóri Expectus og stjórnarformaður Expectus Finance. Í stjórninni sitja einnig Sunna Dóra og Ragnar Þórir Guðgeirsson, stofnandi og stjórnarformaður Expectus. Sunna Dóra Einarsdóttir var áður meðeigandi hjá Deloitte og starfaði þar í 14 ár, bæði í Danmörku og á Íslandi, m.a. sem fjármálastjóri og stýrði hún sviði Viðskiptalausna Deloitte. Hún hefur lokið MSc í Economics & Management frá Aarhus University og sinnt kennslu við Aarhus University, Copenhagen Business School, Háskólann í Reykjavík og Deloitte University í París. Heiðdís Rún Guðmundsdóttir starfaði áður sem Senior Manager hjá Deloitte og var þar áður vörustjóri hjá Icepharma hf. Hún er með MSc í Management frá Jönköping International Business School, auk þess að hafa klárað CFO Programme Deloitte hjá Henley Business School í London og sinnt kennslu við Háskóla Íslands.  Steina M. Lazar Finnsdóttir stýrði útvistunarsviði Deloitte og bar ábyrgð á gæðum og hagræðingu ferla ásamt því að hafa stýrt þjálfun starfsmanna sviðsins. Steina er með BSc í Viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og er einnig Viðurkenndur bókari frá Háskólanum í Reykjavík.