Er tekjuleki staðreynd í þínu fyrirtæki?

Markmiðið er að vekja athygli á þessu algenga og vanmetna vandamáli, hvaða áhrif það getur haft á rekstur fyrirtækja og greina frá hvernig megi ná varanlegum árangri til að fyrirbyggja tekjuleka.

Við munum leiða þig í gegnum fyrstu skrefin í að berjast gegn tekjuleka.

Flest fyrirtæki finna fyrir þrýstingi aukinnar samkeppni og hraðari ferla ásamt því að eyða miklum fjármunum og orku í að auka viðskipti sín. Hversu glatað væri það ef aukin viðskipti væru ekki reikningsfærð rétt og myndu ekki skila hagnaði?

Hvað er tekjuleki?

Í grunninn felur tekjuleki í sér innra óhagræði í formi vanreiknaðra tekna. Það getur verið t.d. þegar veittur er óeðlilega hár afsláttur af reikningi eða ekki innheimt fyrir þjónustu sem þó er búið að veita. Samkvæmt rannsóknum EY tapa fyrirtæki að meðaltali 2% til 10% af tekjum á hverju ári.

Algengar ástæður fyrir tekjuleka eru:

  • Ónákvæm verðlagning – EX eldra verð (Rukka til dæmis eldra verð)
  • Óhóflegur afsláttur – starfsmenn misnota afslátt 
  • Þjónustu-, flutnings- eða tínslugjöld vantar inn í verðið
  • Skil ekki skráð rétt

Þegar fyrirtæki verða hraðari og flóknari er hættan á að þessi tilvik sjáist allt of seint, eða það sem verra er að þau sjáist aldrei.

Hvernig á að byrja að berjast gegn tekjuleka af völdum slæmra gagna í fimm einföldum skrefum.

Með samstilltu átaki hefur fyrirtækjum af öllum stærðum tekist að stöðva tekjuleka. Hér eru fyrstu skrefin sem við mælum með:

Veldu teymi

Til að ná markmiðum þarf teymið að innihalda fáa lykilaðila. Það er einstaklingur sem skilur ferla fyrirtækisins, gagnaaðila sem getur kafað ofan í gögnin og fundið villurnar og að lokum einhver sem ber ábyrgð á gögnunum.

Nú er rétta teymið valið og þú ert tilbúin(n) í næsta skref.

Veldu og kortleggðu ferlið

Næsta skref er að velja ferli til að byrja skoða og kortleggja hvernig það virkar með rétta teyminu. Til dæmis gæti fyrirtækið þitt vitað um leka í reikningsferlum sem væri því tilvalið að byrja á að skoða.

Finndu tekjulekana

Farðu ofan í gögnin til að finna hvar lekarnir eiga sér stað og hversu tíðir þeir eru. Til dæmis gæti verið að starfsmenn séu oft að gefa háan afslátt eða að magn sé ekki rétt á reikningum. Iðulega eru allmargir lekar sem finnast í þessu skrefi, forgangsraðað eftir tíðni, magni og áhættu.

Tryggðu ferlið með sjálfvirkum stjórnum

Til að koma í veg fyrir lekann þarftu að innleiða sjálfvirk rauntímaeftirlit sem láta vita þegar lekinn verður sem getur verið í formi frávika eða villna. exMon er frábært tól til að hjálpa fyrirtækjum af öllum stærðum að búa til sjálfvirk eftirlit.

Fylgstu með og endurtaktu

Með sjálfvirkum eftirlitum í exMon er auðvelt að draga úr tekjuleka með því að senda boð til viðeigandi aðila sem sér um að laga frávikin eða eyða út villum.

Bókaðu kynningu til að læra meira um hvernig exMon getur hjálpað þér að berjast gegn tekjuleka hjá fyrirtækinu þínu.

Hafðu samband

Fylltu út formið hér að neðan og við munum hafa samband eins fljótt og hægt er.

Contact Us

By Sigrún Anna October 21, 2025
Expectus hefur ráðið til sín þau Jón Bergmann, Sturlu Sæ Erlendsson og Sigrúnu Önnu Guðnadóttur. Jón Bergmann er ráðinn sem ráðgjafi í viðskiptagreind. Hann er með doktorspróf í kennilegri eðlisfræði frá Tækniháskólanum í Danmörku og meistaragráðu í efnafræði frá Háskóla Íslands. Jón hefur víðtæka reynslu sem gagnanörd, forritari og vísindamaður og hefur meðal annars starfað sem sérfræðingur hjá Controlant, Símanum og Veðurstofu Íslands. Þar leiddi hann meðal annars þróun á hugbúnaði fyrir greiningu og sjálfvirkni, auk þess að vinna með stórgagnalausnir og gervigreind. Sturla Sær Erlendsson er ráðinn sem ráðgjafi hjá Expectus. Hann er með B.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og stundar nú meistaranám í framleiðsluverkfræði og stjórnun við KTH í Stokkhólmi. Sturla starfaði síðast hjá Icelandair sem sérfræðingur í Amadeus Queues og ferðaráðgjafi. Hann hefur einnig komið að rannsóknum á sviðsmyndagreiningu hjá Frumkvöðlasetri Íslands og á að baki frumkvöðlareynslu sem stofnandi og fatahönnuður fyrirtækisins/hönnunarfyrirtækisins Reykjavík Roses. Sigrún Anna Guðnadóttir er ráðin sem skrifstofustjóri Expectus. Hún er með meistaragráðu í markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla. Sigrún kemur til Expectus með áralanga reynslu úr bókhaldi, launavinnslu og rekstrarráðgjöf auk sérhæfingar í stafrænni markaðssetningu. Hún starfaði síðast hjá Datera sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu og þar áður leiddi hún launadeild hjá Fastlandi. „Það er orðin krafa í nútímafyrirtækjarekstri að stjórnendur og starfsmenn geti tekið gagnadrifnar ákvarðanir byggðar á traustum rauntímaupplýsingum. Við hjá Expectus höfum síðastliðin 16 ár aðstoðað fyrirtæki og stofnanir landsins við val og innleiðingar á gagnalausnum sem styðja við þá vegferð og gerir þeim kleift að ná árangri hraðar en áður. Jón, Sturla og Sigrún eru frábær viðbót í öflugan hóp sérfræðinga hjá Expectus sem gerir okkur kleift að þjónusta okkar viðskiptavini af sama krafti og við höfum gert frá upphafi,“ segir Reynir Ingi Árnason, framkvæmdastjóri Expectus.
December 12, 2024
Stefán Rafn Stefánsson, framkvæmdastjóri Cubus, Reynir Ingi Árnason, framkvæmdastjóri Expectus, Ragnar Þórir Guðgeirsson, stjórnarformaður Expectus og Andri Páll Heiðberg, stjórnarformaður og ráðgjafi hjá Cubus.