Handboltatölfræði Olís-deilda
Við hjá Expectus elskum gögn og við elskum handbolta!
Expectus sérhæfir sig meðal annars í því að taka flókin gögn og setja þau fram á skýran og myndrænan hátt. Giovanna, Hörður Kristinn, Jón Brynjar og Steinn eru sérfræðingar hjá Expectus sem öll eru tengd handbolta á ýmsa vegu, á dögunum tóku þau sig saman og smíðuðu gagnvirkt mælaborð úr handboltatölfræði. Á þessu mælaborði má finna helstu tölfræðiþætti í myndrænni framsetningu. Gögnin eru frá HBStatz og mælaborðið sýnir tölfræði Olís-deildanna, bæði karla og kvenna. Einnig geta notendur síað hverja síðu eftir því sem þeir hafa áhuga á að sjá.
„Sem þjálfari í handbolta þá veit ég vel það virði sem að tölfræðiupplýsingar geta gefið mér. Það er því ótrúlegt að geta tekið þær tölfræðiupplýsingar sem í boði eru í Olís-deild karla og kvenna og séð þær á myndrænan og auðskiljanlegan hátt. Það sem er sérstaklega gott við þetta mælaborð er að ég get síað gögnin að vild og gert því mína eigin greiningarvinnu og fengið betri innsýn í hluti sem ég hef áhuga á að sjá.“
– Jón Brynjar Björnsson (Þjálfari HK)
Undirliggjandi eru gögn sem safnað er saman af HBStatz. Gögnin eru sótt með keyrslustýringartólinu exMon PM og keyrð inn í gagnastýringartólið exMon DM. Inni í exMon DM eru gögnin flokkuð og útlitsmótuð, bæði handvirkt sem og með sjálfvirkum ferlum. Þegar útlitsmótun og flokkun gagnanna er lokið er þeim ýtt til Tableau Public til birtingar.

Mælaborðið er gert í viðskiptargreindartólinu Tableau sem við hjá Expectus erum umboðsaðilar fyrir á Íslandi. Í Tableau er hægt að taka inn hrá gögn og skapa myndrænar upplýsingar og greina betur gögnin sem liggja að baki. Bæði nýtist Tableau vel fyrir einkaaðila sem og fyrirtæki.
Ef þú hefur áhuga á að vita meira um Tableau, exMon eða aðra þjónustu hjá okkur ekki hika við að hafa samband við okkur á expectus@expectus.is
Hafðu samband
Fylltu út formið hér að neðan og við munum hafa samband eins fljótt og hægt er.
Contact Us
