Edda, Helgi og Hörður Kristinn ráðgjafar hjá Expectus

Ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækið Expectus hefur ráðið til sín þrjá sérfræðinga, þau Eddu Valdimarsdóttur Blumenstein, Helga Logason og Hörð Kristinn Örvarsson.
Edda er með B.Sc. í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Edda starfaði síðast meðfram námi hjá Orkuveitu Reykjavíkur við verkefni tengd gagnavinnslu og framsetningu gagna. Þar áður vann Edda hjá nýsköpunarfyrirtækinu d|rig í Noregi sem sérhæfir sig í endurnýjun raftækja. Störf Eddu innan d|rig voru fjölbreytt en vinna hennar fólst að mestu í því að stækka starfsemi fyrirtækisins á alþjóðlegri grundu. Hjá Expectus mun Edda leggja megináherslu á innleiðingu viðskiptagreindar í Azure og tekjueftirlit hjá viðskiptavinum með TimeXtender, exMon, Tableau og fleiri lausnum.
Helgi er með B.Sc. í fjármálaverkfræði frá Háskóla Reykjavíkur og M.Sc. í áhættustýringu og fjármálaverkfræði frá Imperial College Business School. Helgi starfaði síðast hjá BlueBay Asset Management í London þar sem helstu verkefni voru meðal annars umsjón með reglulegum áhættu- og frammistöðuskýrslum til sjóðstjóra og fjárfesta og viðhald á gagnasafni og aukinni sjálfvirkni í skýrsluferlum. Hjá Expectus mun Helgi leggja megináherslu á innleiðingu viðskiptagreindar í Azure og tekjueftirlit hjá viðskiptavinum með TimeXtender, exMon, Tableau og fleiri lausnum.
Hörður Kristinn er með B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í iðnaðarverkfræði og verkefnastjórnun frá Danmarks Tekniske Universitet með áherslu á bestun og gagnagreiningu. Hörður hefur meðfram námi unnið sem aðstoðarkennari í DTU þar sem helstu verkefni voru meðal annars aðgerðargreining og bestun og gerð reiknilíkana og módela fyrir stjórnendur til að geta tekið ákvarðanir byggðar á gögnum í rauntíma. Hjá Expectus mun Hörður Kristinn leggja megináherslu á innleiðingu viðskiptagreindar í Azure og tekjueftirlit hjá viðskiptavinum með TimeXtender, exMon, Tableau og fleiri lausnum.
Hafðu samband
Fylltu út formið hér að neðan og við munum hafa samband eins fljótt og hægt er.
Contact Us
