Jarðskjálftamælaborð Expectus

Sérfræðingar Expectus smíðuðu mælaborð í Tableau byggt á jarðskjálftagögnum frá Veðurstofu Íslands og eru unnin í exMon. Mikið hefur verið um skjálftavirkni á Reykjanesskaga á síðustu dögum og því áhugavert að nýta Tableau til þess að rýna í gögnin og sjá þróunina. Mælaborðið er gagnvirkt þannig að hægt er að smella á súlur og draga til dagsetningarstiku til að fá ítarlegri upplýsingar um hvern tímapunkt. Stærð og litir punktanna á kortinu er í samræmi við stærð jarðskjálftana. Fyrir neðan sést svo hvernig við útfærðum þetta verkefni.

Undirliggjandi eru gögn eru frá Veðurstofu Íslands og á 15 mín fresti eru þau lesin yfir í gagnastýringartólið exMon DM. Þar eru skjálftarnir flokkaðir og sjálfvirkt bætt við ítarupplýsingum. Gögnum er síðan ýtt til Tableau Public og mælaborðin uppfærð.

Smiðir mælaborðsins eru þeir Emil og Jón Brynjar.

Mælaborðið er gert í viðskiptargreindartólinu Tableau sem við hjá Expectus erum umboðsaðilar fyrir á Íslandi. Í Tableau er hægt að taka inn hrá gögn og skapa myndrænar upplýsingar og greina betur gögnin sem liggja að baki. Bæði nýtist Tableau vel fyrir einkaaðila sem og fyrirtæki.

Ef þú hefur áhuga á að vita meira um Tableau, exMon eða aðra þjónustu hjá okkur ekki hika við að hafa samband við okkur á expectus@expectus.is

Hafðu samband