Er tekjuleki staðreynd í þínu fyrirtæki?

Markmiðið er að vekja athygli á þessu algenga og vanmetna vandamáli, hvaða áhrif það getur haft á rekstur fyrirtækja og greina frá hvernig megi ná varanlegum árangri til að fyrirbyggja tekjuleka.

Við munum leiða þig í gegnum fyrstu skrefin í að berjast gegn tekjuleka.

Flest fyrirtæki finna fyrir þrýstingi aukinnar samkeppni og hraðari ferla ásamt því að eyða miklum fjármunum og orku í að auka viðskipti sín. Hversu glatað væri það ef aukin viðskipti væru ekki reikningsfærð rétt og myndu ekki skila hagnaði?

Hvað er tekjuleki?

Í grunninn felur tekjuleki í sér innra óhagræði í formi vanreiknaðra tekna. Það getur verið t.d. þegar veittur er óeðlilega hár afsláttur af reikningi eða ekki innheimt fyrir þjónustu sem þó er búið að veita. Samkvæmt rannsóknum EY tapa fyrirtæki að meðaltali 2% til 10% af tekjum á hverju ári.

Algengar ástæður fyrir tekjuleka eru:

  • Ónákvæm verðlagning – EX eldra verð (Rukka til dæmis eldra verð)
  • Óhóflegur afsláttur – starfsmenn misnota afslátt 
  • Þjónustu-, flutnings- eða tínslugjöld vantar inn í verðið
  • Skil ekki skráð rétt

Þegar fyrirtæki verða hraðari og flóknari er hættan á að þessi tilvik sjáist allt of seint, eða það sem verra er að þau sjáist aldrei.

Hvernig á að byrja að berjast gegn tekjuleka af völdum slæmra gagna í fimm einföldum skrefum.

Með samstilltu átaki hefur fyrirtækjum af öllum stærðum tekist að stöðva tekjuleka. Hér eru fyrstu skrefin sem við mælum með:

Veldu teymi

Til að ná markmiðum þarf teymið að innihalda fáa lykilaðila. Það er einstaklingur sem skilur ferla fyrirtækisins, gagnaaðila sem getur kafað ofan í gögnin og fundið villurnar og að lokum einhver sem ber ábyrgð á gögnunum.

Nú er rétta teymið valið og þú ert tilbúin(n) í næsta skref.

Veldu og kortleggðu ferlið

Næsta skref er að velja ferli til að byrja skoða og kortleggja hvernig það virkar með rétta teyminu. Til dæmis gæti fyrirtækið þitt vitað um leka í reikningsferlum sem væri því tilvalið að byrja á að skoða.

Finndu tekjulekana

Farðu ofan í gögnin til að finna hvar lekarnir eiga sér stað og hversu tíðir þeir eru. Til dæmis gæti verið að starfsmenn séu oft að gefa háan afslátt eða að magn sé ekki rétt á reikningum. Iðulega eru allmargir lekar sem finnast í þessu skrefi, forgangsraðað eftir tíðni, magni og áhættu.

Tryggðu ferlið með sjálfvirkum stjórnum

Til að koma í veg fyrir lekann þarftu að innleiða sjálfvirk rauntímaeftirlit sem láta vita þegar lekinn verður sem getur verið í formi frávika eða villna. exMon er frábært tól til að hjálpa fyrirtækjum af öllum stærðum að búa til sjálfvirk eftirlit.

Fylgstu með og endurtaktu

Með sjálfvirkum eftirlitum í exMon er auðvelt að draga úr tekjuleka með því að senda boð til viðeigandi aðila sem sér um að laga frávikin eða eyða út villum.

Bókaðu kynningu til að læra meira um hvernig exMon getur hjálpað þér að berjast gegn tekjuleka hjá fyrirtækinu þínu.

Hafðu samband

Fylltu út formið hér að neðan og við munum hafa samband eins fljótt og hægt er.

Contact Us

18 Apr, 2024
Á aðalfundi ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækisins Expectus sem haldinn var í byrjun mars voru þau Edda Valdimarsdóttir Blumenstein og Helgi Logason tekin inn í eigendahóp Expectus. Bætast þau við þann öfluga hóp eigenda sem fyrir var en nokkur kynslóðaskipti hafa orðið í hópnum á undanförnum árum. Þannig hafa eldri ráðgjafar vikið og yngra fólk er komið inn í staðinn. „Ég er virkilega stolt og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt að vera komin í eigendahóp Expectus og er full tilhlökkunar að halda áfram að vinna að vexti fyrirtækisins í nýju hlutverki,“ segir Edda. Helgi tekur í sama streng: „Ég er fullur tilhlökkunar fyrir nýju hlutverki hjá Expectus. Það eru gríðarlega spennandi tímar fram undan í hvernig fyrirtæki geta nýtt sér gögn og nýjustu tækni og Expectus er í lykilstöðu til að leiða þá þróun.“ Expectus aðstoðar mörg af stærstu fyrirtækjum landsins við að nýta upplýsingatæknina til að taka gagnadrifnar ákvarðanir byggðar á rauntímaupplýsingum og ná þannig mælanlegum og varanlegum árangri í rekstrinum. Reynir Ingi Árnason er framkvæmdastjóri Expectus: „Við erum gríðarlega ánægð með að fá þau tvö til liðs við eigendahópinn og hlökkum til að takast á við komandi verkefni með mjög svo öflugt teymi. Það er líka sérlega ánægjulegt að fá unga konu eins og Eddu inn í þennan hóp en kona hefur ekki verið meðal eigenda Expectus síðan 2018,“ segir Reynir. Expectus var stofnað árið 2009 og hjá fyrirtækinu starfa nú yfir 30 sérfræðingar á sviði stjórnunar, reksturs, tækni og hugbúnaðargerðar .
16 Apr, 2024
Það var mikið fjör á bás Expectus á UTmessunni í Hörpu í byrjun febrúar. Gestum og gangandi var boðið að spreyta sig í pútthæfni og var árangur gesta sýndur myndrænt á skjá með svipaðri framsetningu og fyrirtæki í hópi viðskiptavina Expectus fá sýn á lykilmælikvarða í rekstri sínum. Í öllum góðum keppnum er sigurvegari. Að þessu sinni var það hann Hallur Flosason sem vinnur hjá OK sem var sigursælastur með 24 pútt í röð.  Hann hlaut í verðlaun púttmottu og púttara.
Share by: