Expectus bauð til spennandi morgunverðarfundar um Tableau hugbúnaðinn sem ríflega hundrað gestir sóttu og viljum við þakka þeim kærlega fyrir komuna. Ljóst er að áhuginn á Tableau er mikill og að bæði stjórnendur og starfsfólk sjá virði í notkun þess.
Reynir Ingi Árnason, ráðgjafi og partner hjá Expectus, bauð gesti velkomna og kynnti farsælt samstarf Expectus og Tablaeu síðastliðin ár og hvernig eftispurn eftir þekkingu á tólinu er sífellt að aukast.
Því næst miðluðu Haukur Gunnarsson frá Landsbankanum og Pálmi Símonarson hjá Orkuveitunni, reynslu sinni á innleiðingu Tableau innan fyrirtækjanna.
Bæði Landsbankanum og Orkuveitunni hefur tekist að umbreyta gögnum í verðmæti með notkun hugbúnaðarins og var áhugavert að fá innsýn í þá gagnadrifnu vegferð sem þau hafa verið á síðustu misserin.
Ina Conrado, Solutions Engineer hjá Tableau, kynnti að lokum Tableau lausnina og fór yfir þá fjölmörgu kosti þess að nota hugbúnaðinn fyrir fyrirtæki og hvaða árangri er hægt að ná með verkfærum þeirra.
Við þökkum þeim Hauki frá Landsbankanum, Pálma frá Orkuveitunni og Inu Conrado frá Tableau kærlega fyrir komuna ásamt öllum þeim sem sáu sér fært að mæta og taka þátt í deginum með okkur.
Fylltu út formið hér að neðan og við munum hafa samband eins fljótt og hægt er.
Öll réttindi áskilin | Expectus