Ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækið Expectus hefur ráðið til sín þrjá sérfræðinga, þau Jón Brynjar Björnsson, Stein Arnar Kjartansson og Þórdísi Björk Arnardóttur.

Jón Brynjar er með B.Sc. i Rekstrarverkfræði frá Háskóla Reykjavíkur og MBA frá EDHEC Business School í Nice. Jón starfaði síðast hjá Landsbankanum sem sérfræðingur í viðskiptagreind þar sem helstu verkefni voru uppbyggingu á vöruhúsi gagna ásamt myndrænni skýrslugerð. Þar áður starfaði hann hjá Íslandsbanki sem sérfræðingur í eignafjármögnun. Hjá Expectus mun Jón Brynjar leggja megin áherslu á gerð áætlanalíkana og innleiðingu viðskiptagreindar með Kepion, TimeXtender, PowerBI og fleiri lausnum.

Steinn Arnar er með B.Sc. gráðu í Iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í Iðnaðarverkfræði og stjórnun frá Dansk Tekniske Universitet með áherslu á fjármálagreiningu, bestun og gagnavísindi. Steinn starfaði síðast við viðskiptagreind hjá Dansk Industri og fyrir það starfaði hann meðfram námi hjá Eflu, meðal annars við greiningu og gerð gagnvirkra mælaborða í PowerBI. Hjá Expectus mun Steinn Arnar leggja megin áherslu á innleiðingu viðskiptagreindar í Azure og tekjueftirlit hjá viðskiptavinum með TimeXtender, exMon, Tableau og fleiri lausnum.

Þórdís Björk er með B.Sc. gráðu í Rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún starfaði áður hjá Icelandair en er nýlega flutt heim til Íslands eftir að hafa starfað sem GIS sérfræðingur hjá DRMP í Bandaríkjunum. Þórdís mun hjá Expectus leggja áherslu á innleiðingu viðskiptagreindar í Azure og tekjueftirlits með TimeXtender, PowerBI og exMon hjá fyrirtækjum og stofnunum.