Ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækið Expectus hefur ráðið til sín þrjá sérfræðinga, þau Giovönnu, Hafdísi og Ottó.

Giovanna Steinvör er með B.A. gráðu í hag- og tölvufræði frá Københavns Erhvervsakademi og er að klára M.Sc. gráðu í hagnýtum gagnavísindum í Háskólanum í Reykjavík. Áður starfaði Giovanna sem sérfræðingur í greiningum á sölusviði Icelandair þar sem hún vann í mörgum þverfaglegum teymum í greiningum, stefnumótun og miðlun gagna. Hjá Expectus mun Giovanna leggja megin áherslu innleiðingu viðskiptagreindar með exMon, TimeXtender, PowerBI og fleiri lausnum.

Hafdís Mist er með B.Sc gráðu í Iðnaðarverkfræði frá HÍ og M.Sc gráðu í Iðnaðarverkfræði og Stjórnun frá Tækniháskólanum í Kaupmannahöfn (DTU) með áherslu á gagnagreiningu og bestun. Þar Áður starfaði Hafdís hjá VÍS í fjármáladeild sem sérfræðingur í innheimtu. Hjá Expectus mun Hafdís leggja megin áherslu innleiðingu viðskiptagreindar með Kepion, TimeXtender, exMon, Tableau og fleiri lausnum.

Ottó Rafn starfaði áður hjá Skeljungi þar sem hann sá um rekstur á tölvuumhverfi þeirra. Hjá Skeljungi vann hann að mjög fjölbreyttum verkefnum á borð við flutning umhverfis þeirra í hýsingu, útskiptingu fjárhagskerfis og skráningu félagsins á markað. Hjá Expectus mun Ottó leggja megin áherslu á innleiðingu viðskiptagreindarumhverfis hjá fyrirtækjum með áherslu á Azure lausnir og nýta sérþekkingu sýna í kerfismálum.

„Það er orðin krafa í nútíma fyrirtækjarekstri að stjórnendur og starfsmenn geti tekið gagnadrifnar ákvarðanir byggðar á traustum rauntímaupplýsingum. Gríðarleg þróun hefur verið í gagnalausnum undanfarin ár sem gerir fyrirtækjum kleift að ná árangri hraðar en áður. Við hjá Expectus höfum aðstoðað fyrirtæki við val og innleiðingu þessara lausna og eru þau Giovanna, Hafdís og Ottó frábær viðbót í öflugan ráðgjafahóp Expectus” segir Gunnar Steinn Magnússon, framkvæmdastjóri Expectus, í tilkynningu frá félaginu.