Upplýstur rekstur

Í nútímarekstri er rík krafa að geta byggt ákvarðanir á gögnum. Expectus er tæknifyrirtæki sem gerir þitt starfsfólk að gagnahetjum.

Hafðu samband
  • Stefnumótun

    Við hjálpum til við að móta framtíðarsýn 

    og koma henni í framkvæmd með viðurkenndum aðferðum

    Hafa samband
  • Þinn rekstur skiptir okkur máli

    Þegar þú dafnar döfnum við með þér

    Hafa samband
  • Upplýstur rekstur

    Í nútímarekstri er rík krafa að geta byggt ákvarðanir á gögnum

    Expectus er fyrirtæki sem gerir þitt starfsfólk að gagnahetjum

    Hafa samand

Þinn samstarfsaðili í stafrænni vegferð

Breytingar hafa orðið á fyrirtækjamarkaði varðandi gögn og nýtingu þeirra til ákvarðanatöku.

Ríkari krafa er gerð til að nálgast rauntímagögn með auðveldum og aðgengilegum hætti, sem skilar sér í betri og upplýstari ákvarðanatöku þvert á rekstrareiningar fyrirtækja. Stafræn umbreyting gerir kröfu um skýra sýn stjórnenda á hvaða árangri skuli ná og hvaða skref verði að taka til að komast þangað. Þjónusta Expectus byggir á áratuga reynslu á þessu sviði og aðferðafræði sem þróuð hefur verið í nánu samstarfi við stærstu fyrirtæki landsins.

Stefnumótun og innleiðing

Við greinum núverandi rekstrarumhverfi
í samvinnu við stjórnendur og
komum auga á tækifæri. Við mörkum stefnu til framtíðar með skilgreindum mælanlegum markmiðum í átt
að auknum árangri og aðstoðum við
innleiðingu stefnu með viðurkenndum aðferðum.

Við teiknum upp stafræna innviði og aðstoðum við val á réttum lausnum. Við söfnum gögnum úr mismunandi kerfum í vöruhús gagna

og tryggjum að gæðum og áreiðanleika
þeirra sé viðhaldið. Við gerum

ólíkum kerfum kleift að tala saman

og smíðum undirstöður fyrir
sjálfvirka og stafræna ferla.

Við hönnum skýrslur og mælaborð sem byggja á skýrum rauntímaupplýsingum. Við gerum starfsfólki fyrirtækja fært að sjá og skilja gögnin og öðlast innsýn sem bætir ákvarðanatöku.



Viðskiptavinir okkar

Hér eru dæmi um okkar helstu viðskiptavini. Við vinnum með yfir 200 fyrirtækjum
í að ná varanlegum árangri í rekstri með gagnadrifinni ákvarðanatöku.

Mælaborð

Við viljum að gögn séu sett fram á skýran og auðlesanlegan hátt

April 23, 2024
Nýjasta mælaborð Expectus sýnir niðurstöður úr könnunum sem gerðar hafa verið vegna komandi forsetakosninga. Mælaborðið er unnið úr gögnum frá Hagstofu Íslands, Vísir.is og Mbl.is og eru gögnin sett upp í ExmonDM og unnið í mælaborðatólinu Tableau. Notendur sjá niðurstöður kannana mismunandi miðla og geta einnig skoðað söguleg gögn um forsetakosningar á Íslandi.
November 23, 2023
Nýverið kynntu Samtök ferðaþjónustunnar vefsíðuna ferdagogn .is þar sem finna má mælaborð og gagnakeldur sem tengjast ferðaþjónustu. Mælaborð á síðunni voru unnin af sérfræðingum Expectus og er mælaborð SAF gott dæmi um hvernig setja má fram gögn á skýran og lýsandi hátt þannig að upplýsingarnar nýtist þeim sem á þurfa að halda. Dregin eru saman gögn frá ýmsum stöðum sem saman gefa góða mynd af stöðu ferðaþjónustu í nærumhverfinu.  Fjallað var sérstaklega um mælaborð SAF og hvernig það nýtist í sérblaði Viðskiptablaðsins sem kom út um miðjan nóvember. Grein viðskiptablaðsins í heild má lesa hér .
November 10, 2022
Nýjasta mælaborðið frá Expectus er unnið upp úr gögnum frá Áfengis og tóbaksverslun ríkisins. Með ÁTVR mælaborðinu geta notendur borið saman verð og vínanda í þeim fjölmörgu tegundum áfengis sem fást hjá ÁTVR. Þannig er hægt að bera saman lítraverð og átta sig á lítraverði með tilliti til vínanda í drykknum. Þannig geta neytendur gert upplýstari áfengiskaup
Sýna eldri fréttir

Traustir samstarfsaðilar

Fréttir

By Sigrún Anna November 5, 2025
Á dögunum stofnuðum við fyrirtækið Expectus finance ásamt Heiðdísi Rún Guðmundsdóttur, Steinu M. Lazar Finnsdóttur og Sunnu Dóru Einarsdóttur sem allar störfuðu áður hjá Deloitte. Allar eru þær hluthafar í Expectus Finance. Sameiginleg reynsla þeirra spannar allt frá stjórnun fjármáladeilda og stefnumótunar til sjálfvirknivæðingar og innleiðingar á fjárhagskerfum. F yrirtækið var stofnað með það að markmiði að efla stuðning við fjármálasvið íslenskra fyrirtækja með ráðgjöf, þjálfun og þjónustu sem auðveldar fyrirtækjum að draga úr flækjustigi í daglegum rekstri. „Við sjáum að hefðbundin fjármálasvið verja of miklum tíma í bókhaldsverkefni – á kostnað þess að nýta tímann í að styðja stjórnendur með gögnum og innsæi sem auka arðsemi og vöxt. Það er leiðarljós okkar að brjóta upp þetta mynstur með nálgun þar sem ferlar, fólk og tækni vinna saman til að skapa raunverulegt virði fyrir fyrirtæki og stofnanir,“ segir Sunna Dóra Einarsdóttir , einn af stofnendum Expectus Finance. Expectus Finance býður upp á bestun fjármála- og rekstrarferla, vinnustofur, námskeið, tímabundnar mannaflalausnir fyrir allar stöður fjármáladeilda auk útvistunar á bókhaldi, launum og skýrslugerð. Félagið segir útvistunarþjónustuna byggja á markvissri notkun á tækni til að tryggja rauntímagögn og gera regluleg uppgjör einföld og skilvirk. Minni fyrirtæki geti einnig nýtt sér útvistaðan fjármálastjóra til að fá faglega yfirsýn án þess að ráða í fullt stöðugildi. „Það hefur orðið gríðarleg framþróun í fjárhags- og rekstrarkerfum á undanförnum árum, en þjálfun og notkun þeirra hefur ekki alltaf fylgt tækninni í sama takti,“ segir Sunna Dóra. „Þarna sjáum við stór tækifæri til að auka virði fjármálasviða með því að nýta kerfin til fulls. Saman búum við yfir djúpri þekkingu og reynslu af helstu fjárhagskerfum sem notuð eru á íslenskum markaði – þar á meðal Microsoft Business Central (BC), Microsoft Dynamics F&O, Oracle (Orri), Nav, Ax, DK, SAP, Reglu og Payday – og við sjáum að mörg fyrirtæki í einkageiranum og hjá hinu opinbera eiga enn mikið inni þegar kemur að því að hámarka notkun og þekkingu á þessum lausnum.“ Í dag starfa í kringum 25 sérfræðingar hjá Expectus og fyrirtækið hefur verið valið bæði Fyrirtæki ársins og Fyrirmyndarfyrirtæki VR síðustu ár. „Þetta er mjög ánægjulegt skref fyrir Expectus samstæðuna sem hefur frá árinu 2009 sérhæft sig í viðskiptagreind, rekstrarráðgjöf og stefnumótun. Við útvíkkum þjónustuna á sviði fjármála með stofnun Expectus Finance með djúpri sérþekkingu þeirra Sunnu, Heiðdísar og Steinu sem við væntum að skili enn meiri árangri fyrir okkar viðskiptavini,“ segir Reynir Ingi Árnason , framkvæmdastjóri Expectus og stjórnarformaður Expectus Finance. Í stjórninni sitja einnig Sunna Dóra og Ragnar Þórir Guðgeirsson, stofnandi og stjórnarformaður Expectus. Sunna Dóra Einarsdóttir var áður meðeigandi hjá Deloitte og starfaði þar í 14 ár, bæði í Danmörku og á Íslandi, m.a. sem fjármálastjóri og stýrði hún sviði Viðskiptalausna Deloitte. Hún hefur lokið MSc í Economics & Management frá Aarhus University og sinnt kennslu við Aarhus University, Copenhagen Business School, Háskólann í Reykjavík og Deloitte University í París. Heiðdís Rún Guðmundsdóttir starfaði áður sem Senior Manager hjá Deloitte og var þar áður vörustjóri hjá Icepharma hf. Hún er með MSc í Management frá Jönköping International Business School, auk þess að hafa klárað CFO Programme Deloitte hjá Henley Business School í London og sinnt kennslu við Háskóla Íslands.  Steina M. Lazar Finnsdóttir stýrði útvistunarsviði Deloitte og bar ábyrgð á gæðum og hagræðingu ferla ásamt því að hafa stýrt þjálfun starfsmanna sviðsins. Steina er með BSc í Viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og er einnig Viðurkenndur bókari frá Háskólanum í Reykjavík.
By Sigrún Anna October 21, 2025
Expectus hefur ráðið til sín þau Jón Bergmann, Sturlu Sæ Erlendsson og Sigrúnu Önnu Guðnadóttur. Jón Bergmann er ráðinn sem ráðgjafi í viðskiptagreind. Hann er með doktorspróf í kennilegri eðlisfræði frá Tækniháskólanum í Danmörku og meistaragráðu í efnafræði frá Háskóla Íslands. Jón hefur víðtæka reynslu sem gagnanörd, forritari og vísindamaður og hefur meðal annars starfað sem sérfræðingur hjá Controlant, Símanum og Veðurstofu Íslands. Þar leiddi hann meðal annars þróun á hugbúnaði fyrir greiningu og sjálfvirkni, auk þess að vinna með stórgagnalausnir og gervigreind. Sturla Sær Erlendsson er ráðinn sem ráðgjafi hjá Expectus. Hann er með B.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og stundar nú meistaranám í framleiðsluverkfræði og stjórnun við KTH í Stokkhólmi. Sturla starfaði síðast hjá Icelandair sem sérfræðingur í Amadeus Queues og ferðaráðgjafi. Hann hefur einnig komið að rannsóknum á sviðsmyndagreiningu hjá Frumkvöðlasetri Íslands og á að baki frumkvöðlareynslu sem stofnandi og fatahönnuður fyrirtækisins/hönnunarfyrirtækisins Reykjavík Roses. Sigrún Anna Guðnadóttir er ráðin sem skrifstofustjóri Expectus. Hún er með meistaragráðu í markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla. Sigrún kemur til Expectus með áralanga reynslu úr bókhaldi, launavinnslu og rekstrarráðgjöf auk sérhæfingar í stafrænni markaðssetningu. Hún starfaði síðast hjá Datera sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu og þar áður leiddi hún launadeild hjá Fastlandi. „Það er orðin krafa í nútímafyrirtækjarekstri að stjórnendur og starfsmenn geti tekið gagnadrifnar ákvarðanir byggðar á traustum rauntímaupplýsingum. Við hjá Expectus höfum síðastliðin 16 ár aðstoðað fyrirtæki og stofnanir landsins við val og innleiðingar á gagnalausnum sem styðja við þá vegferð og gerir þeim kleift að ná árangri hraðar en áður. Jón, Sturla og Sigrún eru frábær viðbót í öflugan hóp sérfræðinga hjá Expectus sem gerir okkur kleift að þjónusta okkar viðskiptavini af sama krafti og við höfum gert frá upphafi,“ segir Reynir Ingi Árnason, framkvæmdastjóri Expectus.
December 12, 2024
Stefán Rafn Stefánsson, framkvæmdastjóri Cubus, Reynir Ingi Árnason, framkvæmdastjóri Expectus, Ragnar Þórir Guðgeirsson, stjórnarformaður Expectus og Andri Páll Heiðberg, stjórnarformaður og ráðgjafi hjá Cubus.
Sýna eldri fréttir

Við skilum þér mælanlegum árangri

Ráðgjafar okkar hafa áralanga reynslu í að vinna með stjórnendum fyrirtækja og stofnana í að móta og innleiða gagnadrifna menningu.


Hafðu samband til að hefja þína vegferð.