Upplýstur rekstur

Í nútímarekstri er rík krafa að geta byggt ákvarðanir á gögnum. Expectus er tæknifyrirtæki sem gerir þitt starfsfólk að gagnahetjum.

Hafðu samband
  • Stefnumótun

    Við hjálpum til við að móta framtíðarsýn 

    og koma henni í framkvæmd með viðurkenndum aðferðum

    Hafa samband
  • Þinn rekstur skiptir okkur máli

    Þegar þú dafnar döfnum við með þér

    Hafa samband
  • Upplýstur rekstur

    Í nútímarekstri er rík krafa að geta byggt ákvarðanir á gögnum

    Expectus er fyrirtæki sem gerir þitt starfsfólk að gagnahetjum

    Hafa samand

Þinn samstarfsaðili í stafrænni vegferð

Breytingar hafa orðið á fyrirtækjamarkaði varðandi gögn og nýtingu þeirra til ákvarðanatöku.

Ríkari krafa er gerð til að nálgast rauntímagögn með auðveldum og aðgengilegum hætti, sem skilar sér í betri og upplýstari ákvarðanatöku þvert á rekstrareiningar fyrirtækja. Stafræn umbreyting gerir kröfu um skýra sýn stjórnenda á hvaða árangri skuli ná og hvaða skref verði að taka til að komast þangað. Þjónusta Expectus byggir á áratuga reynslu á þessu sviði og aðferðafræði sem þróuð hefur verið í nánu samstarfi við stærstu fyrirtæki landsins.

Stefnumótun og innleiðing

Við greinum núverandi rekstrarumhverfi
í samvinnu við stjórnendur og
komum auga á tækifæri. Við mörkum stefnu til framtíðar með skilgreindum mælanlegum markmiðum í átt
að auknum árangri og aðstoðum við
innleiðingu stefnu með viðurkenndum aðferðum.

Við teiknum upp stafræna innviði og aðstoðum við val á réttum lausnum. Við söfnum gögnum úr mismunandi kerfum í vöruhús gagna

og tryggjum að gæðum og áreiðanleika
þeirra sé viðhaldið. Við gerum

ólíkum kerfum kleift að tala saman

og smíðum undirstöður fyrir
sjálfvirka og stafræna ferla.

Við hönnum skýrslur og mælaborð sem byggja á skýrum rauntímaupplýsingum. Við gerum starfsfólki fyrirtækja fært að sjá og skilja gögnin og öðlast innsýn sem bætir ákvarðanatöku.



Viðskiptavinir okkar

Hér eru dæmi um okkar helstu viðskiptavini. Við vinnum með yfir 200 fyrirtækjum
í að ná varanlegum árangri í rekstri með gagnadrifinni ákvarðanatöku.

Mælaborð

Við viljum að gögn séu sett fram á skýran og auðlesanlegan hátt

April 23, 2024
Nýjasta mælaborð Expectus sýnir niðurstöður úr könnunum sem gerðar hafa verið vegna komandi forsetakosninga. Mælaborðið er unnið úr gögnum frá Hagstofu Íslands, Vísir.is og Mbl.is og eru gögnin sett upp í ExmonDM og unnið í mælaborðatólinu Tableau. Notendur sjá niðurstöður kannana mismunandi miðla og geta einnig skoðað söguleg gögn um forsetakosningar á Íslandi.
November 23, 2023
Nýverið kynntu Samtök ferðaþjónustunnar vefsíðuna ferdagogn .is þar sem finna má mælaborð og gagnakeldur sem tengjast ferðaþjónustu. Mælaborð á síðunni voru unnin af sérfræðingum Expectus og er mælaborð SAF gott dæmi um hvernig setja má fram gögn á skýran og lýsandi hátt þannig að upplýsingarnar nýtist þeim sem á þurfa að halda. Dregin eru saman gögn frá ýmsum stöðum sem saman gefa góða mynd af stöðu ferðaþjónustu í nærumhverfinu.  Fjallað var sérstaklega um mælaborð SAF og hvernig það nýtist í sérblaði Viðskiptablaðsins sem kom út um miðjan nóvember. Grein viðskiptablaðsins í heild má lesa hér .
November 10, 2022
Nýjasta mælaborðið frá Expectus er unnið upp úr gögnum frá Áfengis og tóbaksverslun ríkisins. Með ÁTVR mælaborðinu geta notendur borið saman verð og vínanda í þeim fjölmörgu tegundum áfengis sem fást hjá ÁTVR. Þannig er hægt að bera saman lítraverð og átta sig á lítraverði með tilliti til vínanda í drykknum. Þannig geta neytendur gert upplýstari áfengiskaup
Sýna eldri fréttir

Traustir samstarfsaðilar

Fréttir

December 12, 2024
Stefán Rafn Stefánsson, framkvæmdastjóri Cubus, Reynir Ingi Árnason, framkvæmdastjóri Expectus, Ragnar Þórir Guðgeirsson, stjórnarformaður Expectus og Andri Páll Heiðberg, stjórnarformaður og ráðgjafi hjá Cubus.
September 11, 2024
Ráðgjafarfyrirtækið Expectus hefur ráðið til sín tvo nýja sérfræðinga sem munu starfa að viðskiptagreindarráðgjöf. Jason Andri Gíslason er stærðfræðingur með meistaragráðu í viðskiptagreiningu frá Imperial College í London. Jason hefur reynslu af rannsóknarstörfum fyrir Háskóla Íslands auk þess að hafa starfað við viðskiptagreiningu hjá Landsvirkjun. „Ég er virkilega ánægður með að ganga til liðs við Expectus,“ segir Jason. „Expectus hefur byggt upp trausta stöðu á markaðnum með framúrskarandi þjónustu og lausnum á sviði viðskiptagreindar. Það verður spennandi að taka þátt í næstu skrefum vaxtar og framþróunar ásamt hæfileikaríku samstarfsfólki og ég hlakka til að mæta krefjandi verkefnum sem munu stuðla að enn frekari velgengni fyrirtækisins.“ Gréta Toredóttir er rekstrarverkfræðingur með meistaragráðu frá King's College í London. Starfsreynsla Grétu felst í ferlagreiningu og spálíkanagerð sem hún sinnti hjá Coripharma og KPMG en hún á einnig að baki áralangan feril sem fimleikaþjálfari. Gréta er gríðarlega spennt fyrir starfinu hjá Expectus. „Þetta fer mjög vel af stað og ég hlakka mikið til þess að takast á við krefjandi verkefni og skila viðskiptavinum okkar því gríðarlega virði sem felst í að fá skýra sýn á reksturinn sinn.“ „Það er orðin krafa í nútímafyrirtækjarekstri að stjórnendur og starfsmenn geti tekið gagnadrifnar ákvarðanir byggðar á traustum rauntímaupplýsingum. Gríðarleg þróun hefur verið í gagnalausnum undanfarin ár sem gerir fyrirtækjum kleift að ná árangri hraðar en áður. Við hjá Expectus höfum aðstoðað fyrirtæki við val og innleiðingu þessara lausna og eru þau Jason og Gréta frábær viðbót í öflugan ráðgjafahóp Expectus,” segir Reynir Ingi Árnason, framkvæmdastjóri Expectus. Expectus er ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í upplýsingatækni, rekstrarráðgjöf, stefnumótun og viðskiptagreind. Fyrirtækið var stofnað árið 2009. Nánari upplýsingar veitir Reynir Ingi Árnason, framkvæmdastjóri Expectus, í síma 867 4999 .
June 7, 2024
Expectus ráðgjöf, nýtt félag á traustum grunni Fjölþætt rekstrar- og stjórnendaráðgjöf með rætur í gagnadrifinni ákvarðanatöku Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir er framkvæmdastjóri í nýju félagi Expectus ráðgjöf er nýtt félag í rekstrar- og stjórnunarráðgjöf í eigu Expectus og Ingibjargar Aspar Stefánsdóttur sem hefur jafnframt verið ráðin framkvæmdastjóri félagsins. Undanfarin ár hefur starfsemi Expectus verið að þróast í auknum mæli yfir í ráðgjöf á sviði viðskiptagreindar og upplýsingatækni. Til að skerpa á áherslum í starfsemi félagsins og þróa enn frekar aðra ráðgjöf, færist nú rekstrar- og stjórnunarráðgjöf yfir í nýtt félag. Áherslur í nýju félagi munu felast í fjölbreyttum verkefnum m.a. á sviði stefnumótunar, breytingastjórnunar, stefnuinnleiðingar, skipulagsmála og ýmiskonar þróunarverkefna. Þetta nýja skipulag tekur gildi 1. ágúst nk. og mun starfsemi nýja félagsins fléttast þétt saman við þjónustu móðurfélagsins, Expectus, þegar kemur að viðskiptagreiningu, gagnavinnslu og upplýsingamiðlun. Í stjórn félagsins sitja, auk Ingibjargar, þeir Ragnar Þórir Guðgeirsson stjórnarformaður og Reynir Ingi Árnason framkvæmdastjóri Expectus. Expectus hefur undanfarin ár vaxið hratt á sviði gagnavinnslu, áætlanagerðar viðskiptagreindar og tæknilausna. Sterk rekstrarleg þekking ásamt tækniþekkingu hefur einkennt fyrirtækið og með þessari breytingu er verið að gefa rekstrar- og stjórnunarráðgjöfinni nýjan grunn til vaxtar, byggt á fjölda árangursríkra verkefna sem Expectus hefur komið að með fyrirtækjum og stofnunum í íslensku atvinnulífi á síðastliðnum 15 árum. Ragnar Guðgeirsson, stofnandi Expectus og stjórnarformaður í Expectus ráðgjöf, segir stofnun nýs félags vera lið í að þróa þjónustuframboð og styrkja fókus í ólíkum verkefnum en að félögin verði í nánu samstarfi í mörgum verkefnum. „Áskoranir fyrirtækja í íslensku atvinnulífi taka stöðugum breytingum og því er það mikil áskorun stjórnenda og skipulagsheilda að bregðast við og aðlagast. Ein stærsta seinni tíma áskorun fyrirtækja er að ná tökum á gögnunum sínum og þeirri verðmætasköpun sem fæst með skilvirkri vinnslu, notkun og miðlun þeirra. En við sjáum líka ríka þörf fyrirtækja fyrir ráðgjöf á sviði stefnuinnleiðingar og breytingastjórnunar sem m.a. byggir á þeim lærdómi sem gögn og upplýsingavinnsla færa okkur. Stefnumótunin sjálf er eitt en svo er það innleiðing stefnu með mælanlegum árangri sem er annað, þar geta margir gert svo miklu betur,“ segir Ragnar. „Það er áhugaverð og spennandi áskorun að leiða nýtt félag sem byggir á þeim trausta grunni sem felst í farsælli sögu Expectus, reynslu og þekkingu sem þar er til staðar. Við munum áfram leggja mikla áherslu á gagnadrifna ákvarðanatöku, markmið, mælikvarða og mælaborð sem er og verður leiðarstef í öllum okkar verkefnum á sviði breytingastjórnunar og stefnuinnleiðingar,“ segir Ingibjörg Ösp og bætir við: „Á næstu misserum munum við byggja upp öflugt teymi og þróa þjónustu okkar og afurðir svo við getum orðið enn öflugri í þjónustu við íslenskt atvinnulíf, stofnanir og stjórnvöld á tímum umbreytinga og nýrra áskorana.“ Ingibjörg hefur starfað sem ráðgjafi síðustu tvö ár, bæði sjálfstætt og fyrir Expectus auk þess sem hún er stjórnarformaður Hörpu. Áður hefur hún m.a. starfað sem sviðsstjóri hjá Samtökum atvinnulífsins, hjá Samtökum iðnaðarins, verið framkvæmdastjóri Menningarhússins Hofs auk þess að hafa setið í stjórnum og komið að fjölda annarra verkefna. Ingibjörg er viðskiptafræðingur að mennt með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun. *Nánari upplýsingar veita Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir framkvæmdastjóri í síma 896-8486 eða Ragnar Guðgeirsson, stjórnarformaður, í síma 899-4210.
Sýna eldri fréttir

Við skilum þér mælanlegum árangri

Ráðgjafar okkar hafa áralanga reynslu í að vinna með stjórnendum fyrirtækja og stofnana í að móta og innleiða gagnadrifna menningu.


Hafðu samband til að hefja þína vegferð.

Share by: